Í september verða haldnir fundir þar sem hagsmunaðilar í ferðaþjónustu koma saman til skrafs og ráðagerða og fjalla um brennandi mál í ferðaþjónustu. Á fundunum ætlar Íslandsstofa kynna áherslur í markaðssetningu erlendis og markaðsverkefnið Ísland- allt árið á komandi vetri og Samtök ferðaþjónustunnar mun fara yfir helstu hagsmunamál greinarinnar. Fundirnir eru öllum opnir, og eru sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á erlendri markaðssetningu og hagsmunamálum ferðaþjónustunnar.
Skráning á fundina fer fram hjá viðkomandi markaðsstofu landshlutanna. Einnig er ráðgerður fundur í Reykjavík 11. september í Hörpu. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Fundirnir verða sem hér segir:
Staður | Staðsetning | Dags. | Tími |
Akureyri | Hof | 12. sept | 11:30-13.00 |
Blönduós | Potturinn | 12. sept | 15.30-17.00 |
Ísafjörður | Hótel Ísafjörður | 13. sept | 12.00-13.30 |
Egilsstaðir | Hótel Hérað | 16. sept | 09:30-11:00 |
Höfn | Hótel Höfn | 16. sept | 17.00-18.30 |
Kirkjubæjarklaustur | Hótel Laki | 17. sept | 12.00-13.30 |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur | Hótel Hekla | 17. sept | 17.00–18.30 |
Borgarnes | Hótel Hamar | 18. sept | 10.00-11.30 |
Grundarfjörður | Hótel Framnes | 18. sept | 14.00-15.30 |