Hagsmunir ferðaþjónustunnar og markaðssetning erlendis
Undanfarnar vikur hafa verið haldnir fundir víða um landið þar sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu komu saman. Íslandsstofa hefur kynnt áherslur í markaðssetningu erlendis ásamt vetrarherferð Ísland – allt árið fyrir veturinn 2013 – 2014. Samtök ferðaþjónustunnar hafa farið yfir helstu hagsmunamál greinarinnar. Fundirnir hafa síðan verið nýttir til skraft og ráðagerða um málefni ferðaþjónustunnar.
Fundirnir eru öllum opnir og hafa um 750 manns sótt fundina sem haldnir hafa verið í Reykjavík, Norðurlandi, Vestfjörðum, Austurlandi, Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Reykjanesi og Vesturlandi.