Mismunandi viðskiptalíkön við uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja og kröfur frumkvöðla og fjárfesta við inn- og útgöngu með tilliti til árangurs verða til umræðu á ráðstefnu sem haldin verður þriðjudaginn 24. nóvember
í tengslum við SME Week 2015.
Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 9-12.
Íslandsstofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Hátækni- og sprotavettvangur, Samtök iðnaðarins og Nýsköpunarsjóður standa fyrir ráðstefnunni. European SME Week er haldin á hverju ári í 37 löndum til að stuðla að frumkvöðlastarfsemi og kynna stuðning og þjónustu sem í boði er fyrir lítil- og meðalstór fyrirtæki (SMEs).
Dagskrá ráðstefnunnar (sjá hér á pdf)
-
09:00 - 09:15 Setning SME Week 2015
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá
Samtökum iðnaðarins er fundarstjóri.
Sýn frumkvöðla og árfesta:
- 09:15 - 09:30 Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga og fulltrúi SME Week 2014-15.
- 09:30 - 09:45 Margrét Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og meðstofnandi RosaMosa.
- 09:45 - 10:00 Egill Másson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.
- 10:00 - 10:15 Jói Sigurðsson, meðeigandi fjárfestingafélagsins Investa.
Umræður og tengslamyndun:
-
10:15 - 11:15 Sófaumræður fyrirlesara með virkri þátttöku úr sal
Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands stýrir
umræðum ásamt fundarstjóra. - 11:15 - 12:00 Léttar veitingar og tengslamyndun (í hliðarsal).
Skráning á nmi.is. Skráningarfrestur er til kl. 12. mánudaginn 23. nóvember.