Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Smiðjan farin í loftið

$
0
0

Smiðjan, markaðs- og upplýsingavefur fyrir útflutningsfyrirtæki var settur í loftið á Tækni- og hugverkaþingi síðastliðinn föstudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnu og nýsköpunarráðherra opnaði vefsvæðið „smidjan.islandsstofa.is“ ásamt Andra Marteinssyni frá Íslandsstofu. Vefsvæðið miðar að því að útvega fyrirtækjum efni sem þau geta notað í erlendri markaðssókn. Nú þegar eru rúmlega 140 fyrirtæki skráð sem þátttakendur í Smiðjunni.

Innihald Smiðjunnar skiptist í þrjá þætti; verkfærakistu, markaðsefni og þjálfun. Fyrirtæki nálgast efnið án endurgjalds og geta lagað markaðsefni síðunnar, þ.e. ljósmyndir, myndskeið og skýringamyndir (infographic), að sínum eigin kynningum. Þar er einnig að finna leiðbeiningar varðandi útflutningsmál og upplýsingar um þjálfun fyrir fyrirtæki sem eru í útflutningi eða sem stefna á útflutning.

Smiðjan er samfélag sem unnið hefur verið að í samstarfi við fyrirtæki og stuðningsumhverfið. Þátttakendur koma með tillögur að efni, miðla reynslu og deila upplýsingum um hvað eina sem styrkt getur stöðu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Hún mun því taka stöðugum breytingum.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í Smiðjunni hafi samband í gegnum síðuna http://smidjan.islandsstofa.is/ eða senda póst á  netfangið smidjan@islandsstofa.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892