Útflutningsverkefni Íslandsstofu (ÚH) hófst í 26. sinn í lok janúar sl. Verkefnið er ætlað fyrirtækjum sem vilja ná árangri í markaðssetningu á erlendum markaði og hentar vel stjórnendum fyrirtækja sem vilja:
- fara í gegnum faglegan 4 mánaða feril til að markaðssetja vöru erlendis
- fá stuðning frá bæði sérfræðingum og jafningjum sem eru í svipuðum hugleiðingum
- finna sér tíma til að framkvæma það sem lengi hefur verið á döfinni
Alls taka tíu fyrirtæki þátt í verkefninu í ár sem lýkur þann 19. maí. Fyrirtækin eru staðsett víðs vegar um landið og með ólíka starfsemi, þau eru: Ankra, Crowbar, Gandur, Mountaineers of Iceland, ImonIt, Rafnar, Ritari.is, Thula, Uppstreymi og Vizido.
Verkefnið er haldið árlega og áætlað er að næsta ÚH verkefni hefjist í janúar 2017. Allar nánari upplýsingar má finna hér.