Íslandsstofa í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta hélt utan um íslenskan bás á Bok & Bibliotek bókamessunni í Gautaborg sem fór fram dagana 25.- 28. september sl. Um 100.000 manns sækja sýninguna ár hvert og var þetta í 30. skiptið sem hún er haldin.
Íslensku rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir, Sjón, Andri Snær, Eiríkur Örn og Lani Yamamoto voru þátttakendur í bókmenntadagskrá. Íslendingasögurnar og þýðing þeirra yfir á sænsku, norsku og dönsku voru til kynningar, auk þess sem Félag íslenskra bókaútgefenda sá um bóksölu á básnum. Á næsta ári verða íslenskar bókmenntir í brennidepli á sýningunni undir heitinu „Raddir frá Íslandi".
↧
Ísland á bókamessunni í Gautaborg
↧