Fimmtudaginn 10. september sl. var haldinn umræðufundur um umhverfislæsi í kynningar- og upplýsingaefni fyrir erlenda markaði. Meðal annars var rætt hvaða skilaboð við erum að gefa umheiminum um Ísland og hvort við getum gert betur í þessum efnum. Á fundinn mættu um 60 manns en einnig var hægt að fylgjast með streymi frá fundinum. Mjög áhugaverð erindi voru haldin, sem nálgast má hér að neðan.
Hvað get ég gert? – Hlutverk ferðaþjónustunnar í verndun náttúruauðlinda
- Andrés Arnalds, fagstjóri Landgræðslunnar
Að halda sér á veginum – Hvernig er ferðamaðurinn upplýstur?
Jón Gestur Ólafsson, gæða- umhverfis- og öryggisstjóri Bílaleigu Akureyrar
Hvað getum við gert? Umræður
- Hlín Pálsdóttir forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu