Íslandsstofa skipuleggur röð vinnustofa á austurströnd Norður-Ameríku. Heimsóttar verða borgirnar Montréal 18. október, Boston 19. október og Washington 20. október.
Auk Íslandsstofu munu ferðamálaráð Færeyja og Grænlands taka þátt.
Á vinnustofunum gefst íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri til að hitta ferðasöluaðila á viðkomandi svæðum og stofna til nýrra viðskiptasambanda.
Athygli er vakin á að fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 15 fyrirtæki. Öllum umsóknum verður svarað þegar umsóknarfresturinn er liðinn.
Áhugasamir eru beðnir að fylla út meðfylgjandi skráningareyðublað og senda útfyllt á netfangið margret@islandsstofa.is fyrir 26. maí nk.
Nánari upplýsingar veita Margrét Helga Jóhannsdóttir, margret@islandsstofa.is og Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is.
↧
Vinnustofur í Kanada og Bandaríkjunum í október 2016
↧