Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Slush 2017 framundan í Finnlandi

$
0
0

Tækni- og sprotaráðstefnan Slush fer fram í Helsinki í dagana 30. nóvember– 1. desember næstkomandi. Slush ráðstefnan er fyrirtaks vettvangur fyrir sprotafyrirtæki að koma sér á framfæri við fjárfesta og aðra. Í fyrra sóttu um 17.500 manns ráðstefnuna, þar af 1.100 fjárfestar en alls tóku 2.300 sprotafyrirtæki þátt í viðburðinum.

Að þessu sinni er skipulögð ferð alls 27 sprotafyrirtækja frá Íslandi og hefur hópurinn ekki verið stærri. Jafnframt verða fimm fjárfestasjóðir með í för auk ýmissa aðila úr stuðningsumhverfinu.
Íslandsstofa og Icelandic Startups, í samstarfi við íslenska sendiráðið í Helsinki, standa fyrir ferðinni en þetta er þriðja sinn sem slík er farin. Á meðan á viðburðinum stendur standa sömu aðilar fyrir sérstökum viðburðum þar sem íslensk fyrirtæki og hugvit er kynnt enn frekar.

Hér má sjá lista yfir íslensku þátttakendurna á Slush

Hægt er að kynna sér allt um Slush 2017 á vefsíðu ráðstefnunnar www.slush.org/

Hægt verðu að fylgjast með ferðalöngunum á Facebook síðu Íslandsstofu og undir myllumerkinu #islandsstofa


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892