Íslensk sprotafyrirtæki í skapandi greinum eiga kost á að taka þátt í alþjóðlegum hraðli Nordic Innovation House í New York. Síðasti dagur til að sækja um er 20. janúar 2018.
- Námskeið fyrir sprota í skapandi greinum sem haldið er að hluta í Noregi og New York – og stendur yfir á alls 8 mánaða tímabili
- Þriggja mánaða aðstaða í fyrirtækjasetri Nordic Innovation House í New York á tímabilinu
- Aðstoð ráðgjafa, sérfræðinga og mentora
Á Norðurlöndum er hefð fyrir því að skilgreina skapandi greinar sem eftirtaldar:
Arkitektúr, tölvuleikir, hönnun, kvikmyndagerð, bókmenntir, tónlist, auglýsingagerð, prentmiðlar, sjónvarp og útvarp, myndlist og sviðslistir.
Áhersla er lögð á að efla þátttakendur í hraðlinum í sölu, markaðsmálum, uppbyggingu mörkunar og ekki síst að koma sér á framfæri í harðri samkeppni í New York með aðstoð ráðgjafa, sérfræðinga og mentora.
Hraðallinn hentar frumkvöðlafyrirtækjum í skapandi greinum sem eru með;
- … tilbúna vöru eða þjónustu fyrir markað í Bandaríkjunum eða sýnishorn til reiðu sem á erindi þangað
- … metnað fyrir að vaxa alþjóðlega
- … öflugt frumkvöðlateymi
- ...löngun til að læra og auka getu sína til að þroska viðskiptahugmyndina
Þátttökugjald í hraðlinum er 2.500 USD – íslensk yfirvöld munu styrkja fyrirtæki héðan um 1.500 USD. Þáttakendur bera sjálfir kostnað af ferðalögum og upphaldi.
UMSÓKN
Tekið er á móti umsóknum hjá Nordic Innovation House – New York. Munið að haka við Entrepreneurial Marketing Program for Nordic Creative Industries (CCI) í skjalinu áður en umsókn er staðfest.
MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2018
Upphafsfundur í Osló 22. – 23. mars 2018
Námskeið 21. maí – 1. júní 2018
Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson hjá Íslandsstofu (andri@islandsstofa.is) og Berglind Hallgrímsdóttir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (berglind@nmi.is)
STYRKUR Í TILEFNI AF 100 ÁRA FULLVELDISAFMÆLI
Í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands styrkir Icelandic-American Chamber of Commerce fyrirtæki frá Íslandi með framlagi úr Fullveldissjóði IACC. Umsóknir um slíkt berist jafnframt í tölvupósti til aðalræðismanns Íslands í New York.
Hlynur Guðjónsson
iacc@mfa.is
Sími: 545 7766