Yfir fimmtíu manns mættu á kynningarfund Íslandsstofu um viðskipti í Kína en þar fengu viðstaddir hagnýt ráð og reynslusögur frá fulltrúum fyrirtækja og hinu opinbera varðandi Kínamarkað.
Eftir fundinn, sem fór fram sl. föstudag á Grand hóteli, gafst fundargestum kostur á að ræða við frummælendur um sín málefni. Markmiðið með fundinum var að veita þeim fyrirtækjum sem áhuga hafa á viðskiptum í Kína hagnýtar upplýsingar sem nýtast þeim í daglegu starfi.
Hér að neðan má nálgast dagskrá fundarins og þær kynningar sem haldnar voru.
Dagskrá
- Útflutningsaðstoð Íslandsstofu – Andri Marteinsson
- Íslensk - Kínverska Viðskiptaráðið - Örn Svavarsson formaður
- China Foreign Trade and Economic Cooperation - Mr. Xie Guoxiang, Trade Section of the Chinese Embassy
- Selling into China -Tian Lan, Marel
- Þróun ferðamála á milli Íslands og Kína - Ársæll Harðarson, Icelandair
- Iceland-China Trade Development – Mr. Petur Yang Li, Trade Representative of the Icelandic Embassy in China.