Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Skráning á sjávarútvegssýningarnar í Brussel 2013

$
0
0

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunum European Seafood Exposition og Seafood Processing Europe sem haldnar verða í Brussel dagana 23-25 apríl 2013.

ESE og SPE eru stærstu sjávarútvegssýningar í heimi og er þetta í 21. sinn sem íslenskir þjóðarbásar eru skipulagðir í Brussel. Meðal sjávarútvegsfyrirtækja er almennt litið á sýningarnar í Brussel sem þær mikilvægustu innan greinarinnar til að kynna vörur sína og þjónustu. Því er óhætt að segja að flestir lykilmenn í sjávarútvegi í heiminum séu þar samankomnir.

Áhugasömum fyrirtækjum er bent á að hafa samband fyrir 10. júlí við Aðalstein H Sverrisson adalsteinn@islandsstofa.is eða Berglindi Steindórsdóttur berglind@islandsstofa.is

Athugið að um takmarkað pláss er að ræða.

Hér að neðan má nálgast skráningareyðublöð:
ESE 2013 
SPE 2013


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892