Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Útflutningsaukning og hagvöxtur að hefjast

$
0
0

Markaðsverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) verður nú boðið í 23. sinn. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði. Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og hver og einn er búinn undir að hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd.

ÚH verkefninu er skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta verkefnisins er áherslan á gerð markaðs- og aðgerðaráætlunar fyrir þá vöru eða þjónustu sem á að markaðsetja. Þá er unnið að gerð sérsniðinnar verkfærakistu fyrir hvern og einn, en hún samanstendur af mikilvægri þekkingu og gögnum fyrir erlenda markaðsetningu. Unnið er tvo daga í mánuði yfir átta mánaða tímabil.

Seinni hluti verkefnisins ber yfirskriftina „Markaðssetning erlendis“. Í honum nýta þátttakendur þegar unnar áætlanir um markaðs- og söluaðgerðir á erlendum mörkuðum til að koma á samstarfi við erlenda ráðgjafa og afla viðskiptasambanda. Þessi hluti verkefnisins er valkvæður fyrir þátttakendur.

Mikil eftirspurn er á hverju ári eftir sæti í ÚH en fjöldi þátttakenda í hverju verkefni er takmarkaður við 10. Hér má nálgast nánari upplýsingar um verkefnið.

Vinsamlega hafið samband við Andra Marteinsson verkefnisstjóra andri@islandsstofa.is eða Hermann Ottósson forstöðumann Markaðsþróunar Íslandsstofu hermann@islandsstofa.is til að fá frekari upplýsingar

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892