Íslandsstofa kynnir rekstrar- og markaðsþróunarverkefnið Áttavitann sem er sérstaklega ætlað fyrirtækjum sem framleiða vélar og tæki fyrir sjávarútveginn og fiskeldi.
Megináherslur verkefnisins eru:
-
Að skapa umgjörð og aðstæður fyrir farsæla sókn íslenskra fyrirtækja sem bjóða tæknilausnir fyrir sjávarútveginn eða fiskeldi
-
Auka samvinnu meðal íslenskra véla- og tækjaframleiðenda
-
Skapa meiri slagkraft í sölu- og markaðssetningu á íslenskum framleiðsluvörum á erlendum markaði/mörkuðum
- Tengslamyndun og miðlun þekkingar
Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn hjá Íslandsstofu, föstudaginn 26. október kl. 9:00.
Skráning á fundinn fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is
Þátttökugjald er 150.000 kr. og greiðast 50.000 kr. við staðfestingu. Að auki þurfa þátttakendur að greiða allan kostnað vegna ferðalaga innanlands og erlendis
Nánari upplýsingar veita Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar Íslandsstofu, hermann@islandsstofa.is og Þorgeir Pálsson, verkefnisstjóri, thorp@thorpconsulting.is