Fjölmörg tækifæri liggja í aukinni framleiðslu og sölu á íslenskum mat og tengdri þjónustu. Hvernig á að auka verðmætasköpun og nýta þær matarauðlindir sem landið býr yfir? Þetta var umfjöllunarefni á ráðstefnu sem haldin var á þriðjudag á Hótel Sögu um matvælaframleiðslu á Íslandi.
Þar var m.a. rætt um verðmætasköpun í sjávarútvegi og grósku í smáframleiðslu matvæla, sem og nýja möguleika í íslenskri jarðrækt og matarmenningu í ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt.
Upptökur af fundinum eru aðgengilegar á vef Bændasamtakanna