Rúmlega 260 manns sóttu ráðstefnu um heilarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu sem Íslandsstofa gekkst fyrir í morgun og um 60 manns fylgdust með í gegnum fjarfundabúnað. Á ráðstefnunni var kynnt ný skýrsla sem breska ráðgjafafyrirtækið PKF hefur unnið fyrir Íslandsstofu og Græna hagkerfið í framhaldi af úttekt á greininni hér heima. Í skýrslunni er tekið á málefnum sem snerta innviði, markaðssetningu, fjárfestingar, uppbyggingu á ferðaþjónustu, stefnumótun ásamt aðgerðaráætlun.
Hér er hægt að sjá upptöku frá ráðstefnunni og hér að neðan má nálgast skýrsluna og þau erindi sem flutt voru.
-
Long Term Strategy for the Icelandic Tourism Industry
Skýrsla PKF um ferðaþjónustu á Íslandi
-
Summary
Samantekt á skýrslu PKF um ferðaþjónustu á Íslandi
-
Tourism in Iceland – A capsule situation analysis
Helene von Magius Møgelhøj, sjálfstæður ráðgjafi og sérfræðingur á sviði ferðamála og viðskiptaþróunar
-
Achieving sustainability in tourism – The mission and vision for success
og Long term strategy for the Icelandic tourism industry
Robert Barnard, meðeigandi og sérfræðingur á sviði ferðamála hjá PKF viðskiptaráðgjöf
-
Mörkun og markaðsrannsóknir - Lyklar að hagsæld og sókn í íslenskri ferðaþjónustu
Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar
-
Umgjörð ferðaþjónustu í takt við tímann
Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
-
Móttaka milljóna í sátt við land og þjóð
Magnús Oddsson, fyrrverandi ferðamálastjóri