Íslandsstofa skipulagði þátttöku fimm fyrirtækja í ferðaþjónustu í ferðasýningunni Vakantiebeurs í Hollandi dagana 13. -18. janúar sl. Eftirfarandi fyrirtæki voru sýnendur á bás Íslandsstofu: GJ Travel Guðmundur Jónasson, Gray Line Iceland, Smyril Line, Special Tours Wildlife adventures og WOW air.
Þátttaka í Vakantiebeurs 2015 var mjög góð en alls sóttu sýninguna um 117.000 manns. Sýninguna sækja bæði fagaðilir í ferðaþjónustu sem og almenningur. Mikill áhugi var á íslenska básnum alla sýningardagana og er ljóst að sóknarfæri eru mörg á hollenska markaðinum.