Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Íslensk ferðaþjónusta og saltfiskur í Madrid

$
0
0

Íslandsstofa skipulagði þátttöku sjö ferðaþjónustufyrirtækja í ferðasýningunni Fitur sem haldin var í Madrid dagana 28. janúar – 1. febrúar. 

Á bás Íslandsstofu var boðið upp á sælkera smárétti („Tapas“) úr úrvals íslenskum saltfiski sem gestir létu sér vel líka. Má þar nefna hráan kryddleginn saltfisk, saltfisksbollur, saltfisksjógúrt, saltfisk með ristuðum hnetum og margt fleira og rann saltfiskurinn ljúflega niður í Madridbúa og mynduðust raðir við íslenska básinn. Saltfisksmökkunin er tilkomin vegna samstarfs sviðs ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og matvælasviðs sem vinnur í samstarfi við íslenska saltfiskframleiðendur og útflytjendur að því að kynna saltfiskinn í Suður Evrópu undir kjörorðinu „Taste and share the secret of Icelandic bacalao“.

Fyrirtækin sem tóku þátt voru Gray Line Iceland, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair Hotels, Island Tours, Terra Nova Iceland og WOW air.

Spánverjar sýndu Íslandi mikinn áhuga á sýningunni og kryddaði saltfiskurinn enn frekar þennan mikla áhuga. 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892