Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Vinnustofa um kynningar á vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum

$
0
0

Íslandsstofa stóð í vikunni fyrir vinnustofu um kynningar á vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum sem ætluð var bæði fyrirtækjum sem vinna að stofnun nýrra viðskiptatengsla og þeim sem vilja bæta enn frekar þjónustu sína og sölutækni. Chris Bowerman var leiðbeinandi á vinnustofunni, sem haldin hefur verið árlega sl. ár, en hann er meðeigandi og stjórnandi Tripos Consultants, Notthingham á Englandi.

Í vinnustofunni var farið yfir grunnatriði í sölu- og kynningartækni, skilning og þekkingu á þörfum viðskiptavina, auk þess sem farið var yfir mikilvægi áætlanagerðar og undirbúnings út frá viðkomandi menningarheimi. Chris hefur haldið árangursrík námskeið og vinnustofur hér á landi frá árinu 2005, þar sem íslensk útflutningsfyrirtæki hafa fengið aðstoð við að þróa arðbær viðskiptasambönd og selja vörur sínar til erlendra viðskiptavina.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892