Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Norðurslóðir vinsælar í Suður Evrópu

$
0
0

Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 19.-22. október sl. á Spáni og Ítalíu. Vinnustofurnar fóru fram í borgunum Madrid, Barcelona, Róm og Mílanó.

Vinnustofurnar voru vel heppnaðar og þangað kom mikill fjöldi spænskra og ítalskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ljóst er að áhuginn á Íslandi sem ferðaáfangastað er afar mikill í þessum löndum.

Af Íslands hálfu tóku ellefu fyrirtæki tóku þátt: Boreal Travel, Elding, Flugfélag Íslands, Gray Line Iceland, Icelandair, Icelandair Hotels, Iceland Travel, Reykjavík Excursions, Special Tours, Terrra Nova Iceland og WOW Air. Íslandsstofa skipuleggur árlega fimm til sex vinnustofur ferðaþjónustuaðila til Evrópu, Norður Ameríku og Asíu.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892