Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Húsfyllir í Silfurbergi með Oliver Luckett

$
0
0

Um 200 gestir Íslandsstofu og Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins mættu í Silfurberg í Hörpu í dag til að hlýða á bandaríska samfélagsmiðla gúrúinn Oliver Luckett í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar, en sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur 9. október síðan 1964. 

Oliver, sem er mikill Íslandsvinur og nú íbúi á Seltjarnarnesi, kynnti inntak bókar sinnar sem ber heitið The Social Organism: A Radical Understanding of Social Media to Transform Your Business and Life. Að kynningu lokinni bauð Oliver upp á fyrirspurnir úr sal sem þátttakendur kunnu að meta. 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892