Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Víðtækur vilji til samstarfs

$
0
0

Þessa dagana er stödd hér á landi sendinefnd frá borginni Changsha í Kína. Markmið heimsóknarinnar er að skoða tækifæri til samstarfs á ýmsum sviðum umverfisvænnar tækni, menningarmála og ferðaþjónustu. Í sendinefndinni eru m.a. fulltrúar fyrirtækisins BYD, sem rekur stærstu rafbílaverksmiðju heims í Changsha, og Yuhua Evonomic Development Zone. 

Á fundi sem haldinn var þann 17. október í tilefni heimsóknarinnar undirrituðu fulltrúar fyrirtækisins Gray Line samstarfssamninga við fyrirtækin BYD og Zhengzhong m.a. um þróun á raf­drifn­um rút­um annars vegar og ferðaþjónustu hins vegar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar KADECO skrifaði sömuleiðis undir samstarfsyfirlýsingu við Yuhua Economic Development Zone auk þess sem Kínversk-íslenska menningarfélagið KÍM undirritaði yfirlýsingu um samstarf við menningarfélag Changsha. Þá var almennur áhugi um samstarf innsiglaður með vinabæjarsamningi Changsha og Ölfuss. 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892