Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofa og aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, kynna nýtt norrænt frumkvöðlasetur í New York sem opna mun á næstunni.
Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni norrænna frumkvöðlastofnana sem þegar eiga í samskonar samstarfi um rekstur frumkvöðlasetursins Nordic Innovation House í Silicon Valley í Kaliforníu.
Kynningarfundur um frumkvöðlasetrið í New York fer fram á Hilton Reykjavík Nordica - miðvikudaginn 1. febrúar kl. 12 - 13.
Á fundinum verða frumkvöðlasetrið og umsóknarferli ítarlega kynnt en íslensk fyrirtæki munu bráðlega geta sótt um aðgang að setrinu í allt að þrjá mánuði á ári.
Ókeypis aðgangur er á kynningafundinn en skráning nauðsynleg. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.