Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

David Gardner á opnum aðalfundi Íslandsstofu

$
0
0

David Gardner, ritstjóri alþjóðamála hjá Financial Times, verður aðalræðumaður á opnum aðalfundi Íslandsstofu á Grand hótel, föstudaginn 27. apríl kl. 11-13.

Erindi Gardners mun fjalla um hvernig aðrar smærri þjóðir hafa tekist á við og unnið sig út úr efnahagsþrengingum og samdrætti.
Ávarp Gardners

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, ávarpar fundinn og Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu fer yfir starf liðins ár. Þá verða sýnd ný myndbrot þar sem nokkur framsækin fyrirtæki kynna starfsemi sína og framtíðarsýn.

Fundarstjóri er Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og fulltrúi í stjórn Íslandsstofu.

Að lokinni formlegri dagskrá kl. 12.30  verður boðið upp á veitingar.

Allir eru velkomnir, en vinsamlegast tilkynnið þátttöku. Skráning á islandsstofa@islandsstofa.is.

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892