Quantcast
Channel: islandsstofa.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 892

Ráðstefna skapandi greina 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís

$
0
0

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís. Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar; hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist.

Ráðstefnan er ein sinnar tegundar, hana sækja listamenn og skapandi frumkvöðlar í bland við erlenda gesti og þátttakendur á heimsmælikvarða. 

Þemað í ár er skapandi samsláttur (e. Creative Synergy), þar sem áhersla er lögð á verkefni og skapandi fólk sem vinnur þvert á eða milli listgreina og rýnt í hvaða nýju tækifæri er að finna í þessum samslætti.

Skráningargjaldið hefur aldrei verið lægra, það er gert til að styðja við skapandi greinar á Íslandi. Miðaverð er 7.900 kr fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki og 12.500 kr fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Dagskráin í heild sinni og skráning á ráðstefnuna er á www.youareincontrol.is

Nýjasta viðbótin í dagskrána er myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson ótvíræður meistari skapandi samsláttar. Verk Ragnars hafa verið sýnd út um allan heim, m.a. í New Museum, ICA Boston, Museo Guggenheim Bilbao, Carnegie Museum of Art og MoMA PS1 svo eitthvað sé nefnt. Hann verður með erindi á ráðstefnunni og verk hans The Man verður einnig sýnt í Bíó Paradís.

Aðrir fyrirlesarar eru Christine Boland, hún er sannkallaður alkemisti og er fræg fyrir svokallað "Trend Forecasting" á sviði tísku, hönnunar og neyslumynstri. Bandaríski tónlistarmaðurinn Zebra Katz sem hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir að vinna þvert á listgreinar í tónlist sinni. Hann kemur einnig fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Nelly Ben Hayoun hefur verið nefnd “Willy Wonka hönnunar og vísinda”. Hún er upplifunarhönnuður og þúsundþjalasmiður sem vinnur með vísindamönnum, verkfræðingum og listamönnum og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Hún er stjórnandi The International Space Orchestra og vinnur m.a. með NASA, The SETI Institute og WeTransfer. Vala Halldórsdóttir, innihaldsstýra QuizUp, frumkvöðull og leikstjóri. Vala leikstýrði meðal annars myndinni The Startup Kids. Edward Nawotka, ritstjóri og stofnandi Publishing Perspectives sem er leiðandi tímarit um útgáfumál og hefur verið nefnt “BBC bókaheimsins”.

Fyrir utan glæsilega og vandaða dagskrá með fyrirlesurum bíður YAIC upp á fjölmargar vinnustofur og uppákomur tengdum þema ársins í ár. Vinnustofurnarnar eru undir forsjá og beintengdar hverri miðstöð fyrir sig og gerast víðsvegar um bæinn.

Nánari upplýsingar um fyrirlesara og dagskrá ráðstefnunnar má finna á www.youareincontrol.is

Um You Are In Control
Ráðstefnan er ein sinnar tegundar, hana sækja listamenn og skapandi frumkvöðlar í bland við erlenda gesti og þátttakendur á heimsmælikvarða. Fyrirlestrar, skemmtilegar vinnustofur, pallborðsumræður og lokapartý sem enginn mun gleyma. 

You Are In Control er framleidd af Íslandsstofu í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina: Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN),Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Kvikmyndamiðstöð Íslands,Hönnunarmiðstöð Íslands, Samtök íslenskra leikjaframleiðanda, Miðstöð íslenskra bókmennta, Leiklistasamband Íslands og Íslensku tónverkamiðstöðina.

Fésbókarsíða YAIC


Viewing all articles
Browse latest Browse all 892