Fríverslunarsamningur milli Kína og Íslands tók gildi 1. júlí síðastliðinn. Samningurinn er einn af átta tvíhliða fríverslunarsamningum sem Kína hefur gert við önnur ríki og annar af tveimur sem Kína gerir við ríki á norðurhveli jarðar. Mikill áhugi ríkir því hér á landi á að skoða þau tækifæri sem samningurinn felur í sér. Í kjölfar gildistöku fríverslunarsamningsins ákvað Íslandsstofa að greina þau tækifæri til aukins útflutnings til Kína sem í samningnum gætu falist.
Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir í síma 511 4000